Hafði ekki skorað í ár en gerði svo þrennu: „Þetta eru tómatsósuáhrifin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 09:01 Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja Düsseldorf í bikarleiknum gegn Unterhaching. getty/Matthias Balk Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leikur Fortuna Düsseldorf gegn Unterhaching í þýsku bikarkeppninni í fyrradag sé einn af hans eftirminnilegustu á ferlinum. Skagamaðurinn skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum og lagði auk þess upp eitt mark. Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak. Þýski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak.
Þýski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira