Innlent

Isa­ac á leið aftur til Ís­lands

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Isaac Kwateng, er á leið aftur til landsins.
Isaac Kwateng, er á leið aftur til landsins. Vísir/Ívar

Isa­ac Kwa­teng, vallar­stjóri Þróttar, hefur fengið dvalar-og at­vinnu­leyfi. Hann er því væntan­legur til Ís­lands frá Gana.

Mbl.is greindi fyrst frá en María Edwards­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Þróttar, stað­festir þetta í sam­tali við Vísi. Isa­ac kom fyrst til landsins árið 2017 sem um­sækjandi um al­þjóð­lega vernd.

„Við fáum hann vonandi heim fljótt,“ segir Maria. Hún segist hafa lítinn skilning á því hvers vegna um­sóknar­ferlið sé eins og það er, þar sem um­sækjanda sé gert að vera í heima­landinu þegar sótt sé um vernd. „Þetta er galin sóun,“ segir Maria.

Isa­ac hafði starfaði sem vallar­stjóri Þróttar frá upp­hafi árs 2022. Isa­ac var vísað úr landi þann 16. októ­ber síðast­liðinn. Degi áður mættu um það bil sjö hundruð manns á styrktar­leik sem Þróttur stóð að fyrir Isa­ac í Laugar­dalnum.

Hann sagðist við til­efnið í sam­tali við frétta­stofu eiga erfitt með að lýsa til­finningum sínum. Um hefði verið að ræða dag sem hann myndi aldrei gleyma. Áður hafði hann sagt að hann hefði engan skilning á því hvers vegna sér hefði verið vísað úr landi. Hans biði ekkert í Gana.

„Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ sagði Isa­ac í júlí síðast­liðnum. Hann benti á að hann hefði greitt skatta hér á landi, væri að læra ís­lensku og hefði upp­lifað sig sem mikil­vægan þjóð­fé­lags­þegn. Þá ætti hann ó­af­greidda um­sókn um ís­lenskan ríkis­borgara­rétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×