Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 13:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00