Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 13:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00