Innlent

Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tæplega hundrað skjálftar hafa komið frá miðnætti.
Tæplega hundrað skjálftar hafa komið frá miðnætti. Vísir/Vilhelm

Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík.

Flestir hafa skjálftarnir verið í minna lagi og er sá stóri sá eini sem náði þremur stigum. Um átta hafa síðan farið yfir tvö stig. Í gær hófst hrina við fjallið Þorbjörn sem sýndi öra virkni en engar vísbendingar hafa enn sést um gosóróa. Þó er sú hrina, sem stóð í tæpa tvo klukkutíma talin vera merki um kvikuhlaup undir yfirborðinu. Og eins og verið hefur síðustu daga er óvissustig Almannavarna í gildi á svæðinu.


Tengdar fréttir

Tveir stórir skjálftar norður af Grindavík

Laust fyrir klukkan níu í morgun reið yfir skjálfti sem mældist 3,1 að stærð um 3,6 km norður af Grindavík en litlu seinna reið annar og stærri yfir á sama stað en sá mældist 3,4 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×