Fótbolti

Orri hafði betur í Íslendingaslag og FCK fer í átta liða úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í hálfleik.
Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í hálfleik. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images

FC Kaupmannahöfn er á leið í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur gegn Midtjylland í Íslendingaslag í kvöld.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland í kvöld og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum. Orri Steinn Óskarsson hóf leik á bekknum hjá FCK, en honum var skipt inn á í hálfleik.

Það var hins vegar varamaðurinn Roony Bardghji sem skoraði eina mark leiksins er hann kom heimamönnum í FCK í forystu á 77. mínútu og þar við sat. 

Niðurstaðan því 1-0 sigur Kaupmannahafnarliðsins sem er á leið í átta liða úrslit á kostnað Midtjylland sem er nú úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×