Það voru heimamenn í Helsingør sem komust í forystu með marki á 29. mínútu, en Gylfi jafnaði metin fyrir Lyngby tveimur mínútum síðar með marki úr víti. Var þetta í fyrsta sinn sem Gylfi skorar fyrir félagslið síðan hann skoraði fyrir Everton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í apríl árið 2021.
Gylfi bætti svo öðru marki gestanna við á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
Gylfi Sigurdsson's 2nd goal vs Helsingør
— SuperStatto™🇮🇸 (@StattoSuper) October 31, 2023
The most both footed player of all-time & it's not even close. pic.twitter.com/JhHPdAIPO8
Heimamenn jöfnuðu þó metin á 86. mínútu og því þurfti að fara í framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.
Þar voru það gestirnir í Lyngby sem reyndust hafa sterkari taugar og skoruðu þeir úr öllum fimm spyrnum sínum, en heimamenn klikkuðu á sinni fjórðu spyrnu og Íslendingaliðið er því á leið í átta liða úrslit. Sævar Magnússon tók fyrstu spyrnu Lyngby og Kolbeinn Finsson þá fjórðu.
Ásamt Gylfa voru þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnson í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum. Sævar kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Gylfa og kláraði leikinn