Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Hafrún og Ingibjörg koma inn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir kemur inn í byrjunarliðið fyrir Guðrúnu Arnardóttur.
Ingibjörg Sigurðardóttir kemur inn í byrjunarliðið fyrir Guðrúnu Arnardóttur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá ellefu leikmenn sem verða í byrjunaliði liðsins gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í kvöld.

Þorsteinn gerir tvær breytingar á liðinu frá tapinu gegn Danmörku síðastliðinn föstudag.

Telma Ívarsdóttir er á sínum stað í íslenska markinu og fyrir framan hana eru þær Ingibjörg Sigurðardóttir, sem kemur inn fyrir Guðrúnu Arnardóttur, og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í miðvörðunum. Guðný Árnadottir er svo í hægri bakverði og Sædís Rún Heiðarsdóttir heldur sæti sínu í vinstri bakverðinum.

Þær Sandra María Jessen, Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir, sem kemur inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur mynda fjögurra manna miðju og í fremstu víglínu eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Hlín Eiríksdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×