Innlent

Að­eins ein kona meðal 28 stúta

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan hafði afskipti af ansi mörgum stútum um helgina.
Lögreglan hafði afskipti af ansi mörgum stútum um helgina. Vísir/Vilhelm

28 ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þar af var aðeins ein kona.

Þetta segir í yfirferð yfir verkefni helgarinnar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að 21 hafi verið stöðvaður í Reykjavík, fimm í Hafnarfirði og tveir í Kópavogi. Fjórir hafi verið teknir á föstudagskvöld, átta á laugardag, ellefu á sunnudag og fimm aðfaranótt mánudags. 

Karlarnir 27 hafi verið á aldrinum sautján til 59 ára og eina konan átján ára gömul. Tveir ökumannanna hefðu þegar verið sviptir ökuleyfi, og annar þeirra verið á stolnum bíl.

Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi

Tíu líkamsárásir hafi verið tilkynntar um helgina, en í fjórum tilfellum hefi verið um heimilisofbeldi að ræða. 

Nokkur þjófnaðarmál hafi komið til kasta lögreglu, meðal annars fjögur innbrot. Þá hafi borist samtals fimmtán tilkynningar um umferðarslys og/eða umferðaróhöpp í umdæminu, auk þess sem einn ökumaður hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða fyrir hraðakstur. Sá hafi ekið á 128 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er sextíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×