Fór ránshendi um íþróttahús og flúði á stolnum bíl Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 14:40 Maðurinn stal fjölda síma úr íþróttahúsi Þróttar og Ármanns að Engjavegi. Vísir/Árni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot framin sama daginn í október í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent