„Ein okkar besta frammistaða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 19:31 Góðir saman. Catherine Ivill/Getty Images Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. „Frábært, magnaður sigur og leikurinn sjálfur var ótrúlegur eins og allir í liðinu, sérstaklega þessi,“ Håland og benti á samherja sinn hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-0 sigur Manchester City á Old Trafford í dag. Håland skoraði tvö og lagði upp það þriðja en hefði auðveldlega getað skorað fleiri. „Ég sá að Phil Foden var einn fyrir opnu marki svo það var frekar einfalt,“ sagði hann um stoðsendinguna. „Þetta var ótrúleg varsla rétt fyrir hálfleik og hann (André Onana) varði einnig frábærlega með höfðinu í síðari hálfleik. Það er eins og það er, við unnum svo mér er sama,“ sagði sá norski um færin sem fóru forgörðum. „Þetta var góður leikur fyrir okkur. Fyrir utan nokkra einfalda bolta sem við töpuðum þá gáfum við þeim ekki mörg færi á að sækja hratt. Fyrstu 30 mínúturnar í síðari hálfleik voru mjög góðar. Hvernig við pressuðum, það vantaði gegn Arsenal. Við vorum frábærir. Mikið hrós á stóra manninn,“ sagði Bernardo Silva. „Þegar við komum á stað sem þessa, Anfield eða Old Trafford, þá vitum við hvað liðin vilja gera: Bíða eftir að við töpum boltanum og sækja hratt. Þetta snýst um uppspilið, að tapa boltanum ekki auðveldlega, stýra leiknum og fara hægt af stað á okkar vallarhelming. Eftir það þá snýst þetta um að komast í gegnum þá. Það er aldrei auðvelt að koma hingað og sækja sigur.“ „Þetta er án efa einn af okkar betri sigrum. Að vinna 3-0 á útivelli fyrir framan þetta stuðningsfólk. Ég held að þetta sé ein okkar besta frammistaða,“ sagði Silva að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
„Frábært, magnaður sigur og leikurinn sjálfur var ótrúlegur eins og allir í liðinu, sérstaklega þessi,“ Håland og benti á samherja sinn hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-0 sigur Manchester City á Old Trafford í dag. Håland skoraði tvö og lagði upp það þriðja en hefði auðveldlega getað skorað fleiri. „Ég sá að Phil Foden var einn fyrir opnu marki svo það var frekar einfalt,“ sagði hann um stoðsendinguna. „Þetta var ótrúleg varsla rétt fyrir hálfleik og hann (André Onana) varði einnig frábærlega með höfðinu í síðari hálfleik. Það er eins og það er, við unnum svo mér er sama,“ sagði sá norski um færin sem fóru forgörðum. „Þetta var góður leikur fyrir okkur. Fyrir utan nokkra einfalda bolta sem við töpuðum þá gáfum við þeim ekki mörg færi á að sækja hratt. Fyrstu 30 mínúturnar í síðari hálfleik voru mjög góðar. Hvernig við pressuðum, það vantaði gegn Arsenal. Við vorum frábærir. Mikið hrós á stóra manninn,“ sagði Bernardo Silva. „Þegar við komum á stað sem þessa, Anfield eða Old Trafford, þá vitum við hvað liðin vilja gera: Bíða eftir að við töpum boltanum og sækja hratt. Þetta snýst um uppspilið, að tapa boltanum ekki auðveldlega, stýra leiknum og fara hægt af stað á okkar vallarhelming. Eftir það þá snýst þetta um að komast í gegnum þá. Það er aldrei auðvelt að koma hingað og sækja sigur.“ „Þetta er án efa einn af okkar betri sigrum. Að vinna 3-0 á útivelli fyrir framan þetta stuðningsfólk. Ég held að þetta sé ein okkar besta frammistaða,“ sagði Silva að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira