Leverkusen á toppinn eftir enn einn sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 18:35 Leverkusen er á toppnum í Þýskalandi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Bayer Leverkusen er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Freiburg í dag. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Borussia Dortmund 3-3 jafntefli. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira