Lögreglumaður handtekinn fyrir að deila myndbandi af nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 15:16 Lögreglumaður í Lundúnum hefur verið handtekinn grunaður um að deila myndbandi af nauðgun. Getty/Mike Kemp Lögreglumaður í Lundúnum hefur verið handtekinn grunaður um að hafa deilt myndbandi úr öryggismyndavél, sem talið er hafa verið af nauðgun. Konan sem talið er að hafi verið nauðgað á myndbandinu lést síðar sama kvöld. Málið varðar hina 37 ára gömlu, þriggja barna móður Natalie Shotter sem lést 17. júlí 2021 í Southall Park í vesturhluta Lundúna eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vinum. Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Shotter fór að finna fyrir vanlíðan þegar hún var á gangi um garðinn og lagðist á bekk. Vinur hennar sem var með henni fór þá að leita aðstoðar og fann tvo lögreglumenn. Hann segist hafa beðið þá um aðstoð en þeir synjað beiðninni, sagst vera uppteknir við annað og sagt honum að hringja í neyðarlínuna. Á meðan vinurinn var frá er talið að karlmaður hafi nauðgað Shotter og hún dáið í kjölfarið. Niðurstöður úr krufningu hennar eru óljósar og liggur ekki fyrir hvað dró Shotter til dauða. Samkvæmt heimildum fréttastofu Guardian voru þrjár rannsóknir opnaðar í tengslum við dauða Shotter. Sú fyrsta beindist að manninnum sem talinn er hafa nauðgað henni, sú næsta beindist að lögreglumanninum sem grunaður er um að hafa deilt myndefni úr öryggismyndavélum af nauðguninni meintu, sú þriðja beinist að lögreglumönnunum tveimur sem synjuðu aðstoðarbeiðni vinar Shotter. Cas Shotter Weetman, móðir Natalie Shotter, segir í samtali við Guardian að hún vilji vita hvers vegna lögreglan aðstoðaði Natalie ekki þessa nótt þrátt fyrir hjálparbeiðni. „Ég lít svo á að kvenfyrirlitning ríki innan lögreglunnar. Ég missti andlitið þegar lögreglan sagði mér að einn úr þeirra röðum hefði deilt myndbandi af nauðgunini. Ég hugsaði bara með mér: Hvert get ég leitað? Hvernig get ég verndað börnin hennar Natalie fyrir þessu? Hvert fór myndbandið? Ég var ekki ánægð með lögregluna og verð það aldrei. Þetta eru opinberir starfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu, sem er að vernda borgarana.“ Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Málið varðar hina 37 ára gömlu, þriggja barna móður Natalie Shotter sem lést 17. júlí 2021 í Southall Park í vesturhluta Lundúna eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vinum. Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Shotter fór að finna fyrir vanlíðan þegar hún var á gangi um garðinn og lagðist á bekk. Vinur hennar sem var með henni fór þá að leita aðstoðar og fann tvo lögreglumenn. Hann segist hafa beðið þá um aðstoð en þeir synjað beiðninni, sagst vera uppteknir við annað og sagt honum að hringja í neyðarlínuna. Á meðan vinurinn var frá er talið að karlmaður hafi nauðgað Shotter og hún dáið í kjölfarið. Niðurstöður úr krufningu hennar eru óljósar og liggur ekki fyrir hvað dró Shotter til dauða. Samkvæmt heimildum fréttastofu Guardian voru þrjár rannsóknir opnaðar í tengslum við dauða Shotter. Sú fyrsta beindist að manninnum sem talinn er hafa nauðgað henni, sú næsta beindist að lögreglumanninum sem grunaður er um að hafa deilt myndefni úr öryggismyndavélum af nauðguninni meintu, sú þriðja beinist að lögreglumönnunum tveimur sem synjuðu aðstoðarbeiðni vinar Shotter. Cas Shotter Weetman, móðir Natalie Shotter, segir í samtali við Guardian að hún vilji vita hvers vegna lögreglan aðstoðaði Natalie ekki þessa nótt þrátt fyrir hjálparbeiðni. „Ég lít svo á að kvenfyrirlitning ríki innan lögreglunnar. Ég missti andlitið þegar lögreglan sagði mér að einn úr þeirra röðum hefði deilt myndbandi af nauðgunini. Ég hugsaði bara með mér: Hvert get ég leitað? Hvernig get ég verndað börnin hennar Natalie fyrir þessu? Hvert fór myndbandið? Ég var ekki ánægð með lögregluna og verð það aldrei. Þetta eru opinberir starfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu, sem er að vernda borgarana.“
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira