Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 08:42 Á myndinni sést Tom Epiha, leiðtogi Mongrel Mob í Auckland, skreyttur merkjum sem Þjóðarflokkurinn hyggst banna. Getty/ Amy Toensing Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða. Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría. Nýja-Sjáland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría.
Nýja-Sjáland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira