Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal sé til á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 23:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mikilvægt að stjórnvöld efni til átaks til að bregðast við lélegum árangri í baráttunni gegn mansali. Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal líðist á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“ Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“
Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira