Enski boltinn

Tonali dæmdur í tíu mánaða bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandro Tonali skoraði í fyrsta leik eftir að hann var keyptur til félagsins en liðið verður nú án hans í tíu mánuði.
Sandro Tonali skoraði í fyrsta leik eftir að hann var keyptur til félagsins en liðið verður nú án hans í tíu mánuði. Getty/Owen Humphreys

Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki.

Tonali fær ekki bara bann því hann þarf einnig að fara í átta mánaða meðferð við veðmálafíkn.

Tonali má ekki spila aftur fyrr en í ágúst 2024 og verður því ekkert meira með Newcastle á þessu tímabili.

Newcastle keypti leikmanninn á 55 milljónir punda frá AC Milan í sumar. Hann missir ekki aðeins af restinn af tímabilinu með Newcastle heldur einnig af EM næsta sumar komist ítalska landsliðið þangað.

Tonali viðurkenndi að hafa veðjað á eigin leiki með AC Milan en hann hefur aðstoðað við rannsókn málsins og viðurkennt sök. Án þess átti hann á hættu að vera dæmdur í þriggja ára bann.

Síðasti leikur Tonali á tímabilinu var á móti Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Newcastle tapaði leiknum 1-0 á heimavelli en Tonalo kom inn á í stöðunni 0-1 á 65. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×