Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 08:24 „Ótrúlegt,“ muldraði forsetinn fyrrverandi eftir ákvörðun dómarans í gær. AP/Spencer Platt Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira