Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2023 21:31 Það fór vel á með forseta Íslands og Reynir Pétri og Hanný Maríu, sambýliskonu hans á Sólheimum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson. Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira