Tungumálavandi skútumálsins Jón Þór Stefánsson skrifar 27. október 2023 07:02 Tveir sakborningar málsins eru annars vegar grímuklæddi maðurinn fyrir miðju og maðurinn lengst til hægri sem horfir til hans. Þá má einnig sjá tvo túlka málsins sem eru sitt hvoru megin við fyrri sakborninginn. Vísir/Vilhelm Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið. Tungumál hafa spilað stóran hluta í skútumálinu en aðalmeðferð málsins hófst á þriðjudag og líkur með málflutningi lögmanna í dag. Sakborningar málsins eru þrír og tala annars vegar dönsku og hins vegar grænlensku. Þar af leiðandi voru þrír túlkar til starfa í héraðsdómi í vikunni, einn fyrir hvern sakborning. Fyrsta vitnaleiðsla málsins, yfir einum sakborninga, tók um það bil tvær klukkustundir. Framburður hinna tveggja tóku hvor um sig um klukkustund. Poul Frederik Olsen, 54 ára, og Henry Fleischer, 34 ára, sigldu skútu sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Danska lögreglunnar ekki til hjálpar Atriði er varða tungumál, og því um líkt, komu í nokkur skipti fram í vitnaleiðslum í málinu. Poul, fyrsti sakborningurinn sem sagði sína hlið fyrir dómnum, setti út á túlk og vinnubrögð lögreglu í framburði sínum. Haft var eftir Poul, sem neitar sök, í lögregluskýrslu að hann hafi grunað að fíkniefni væru um borð í skútunni. Þar hafi hann minnst á hass, kókaín eða heróín. Poul vill meina að þetta hafi verið illa þýtt. „Þýðandinn var ekki góður og lögreglumaðurinn reyndi að tala dönsku, sem hjálpaði ekki,“ sagði Poul, sem vill einnig meina að lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann hafi minnst á hass, kókaín og heróín af fyrra bragði. Rétt er að geta þess að rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókninni og bar einnig vitni fyrir dómi sagði ekki rétt að lögreglumaðurinn hafi minnst á efnin af fyrra bragði. Erfitt að fá þýðanda Umræddur rannsóknarlögreglumaður var spurður af Axel Kára Vignissyni, verjanda Henry Fleischer, hvers vegna umbjóðandi hans hafi ekki verið yfirheyrður á grænlensku, líkt og hann hafi beðið um. Henry væri ekki góður í dönsku og kynni ekki önnur tungumál. Lögreglumaðurinn sagði ástæðuna einfalda, að erfitt hafi verið að fá túlk sem kynni grænlensku. Hann segir að lögreglan hafi hringt í grænlensku ræðisskrifstofuna og fengið númer hjá einum túlk. Sá hafi hins vegar verið erlendis fyrst um sinn, og síðan þegar hann kom til landsins ekki viljað sinna verkefninu. Jafnframt tók rannsóknarlögreglumaðurinn fram að fleiri leiða hafi verið leitað en ekkert gengið. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Sagði spurningu almenna kveðju í Danmörku Þýðingar og túlkun virtust minna mál hjá Jonazi Rud Vodder, þriðja sakborningnum, en þó kom upp atvik þar sem tungumálið var til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku til mannsins sem hann vill meina að hafi fengið hann til að sinna verkefninu. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. „Þið hljómið eins og vélmenni“ Tungumálavandræði var ekki það eina sem hrjáði héraðsdóm á þriðjudag. Tæknivandræði komu einnig til sögunnar. Tvö vitni sem voru kölluð fyrir dóm voru stödd á Grænlandi. Því þurfti að hringja í viðkomandi aðila. Fyrri einstaklingurinn gaf vitni í gegnum fjarfundarbúnað, en það tók á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur að koma fundinum af stað. Seinni einstaklingurinn gaf vitni með símtali. Þar mætti segja að tækni og tungumálavandinn hafi blandast saman vegna þess að vitnið heyrði lítið sem ekkert í dómsalnum. „Ég skil ekki neitt,“ sagði vitnið. „Þið hljómið eins og vélmenni þegar þið talið.“ Til allrar hamingju var hægt að ná í vitnið með því að hringja í annað símanúmer. Þá gekk talsvert betur að hlýða á framburðinn. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Íslensk tunga Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Tungumál hafa spilað stóran hluta í skútumálinu en aðalmeðferð málsins hófst á þriðjudag og líkur með málflutningi lögmanna í dag. Sakborningar málsins eru þrír og tala annars vegar dönsku og hins vegar grænlensku. Þar af leiðandi voru þrír túlkar til starfa í héraðsdómi í vikunni, einn fyrir hvern sakborning. Fyrsta vitnaleiðsla málsins, yfir einum sakborninga, tók um það bil tvær klukkustundir. Framburður hinna tveggja tóku hvor um sig um klukkustund. Poul Frederik Olsen, 54 ára, og Henry Fleischer, 34 ára, sigldu skútu sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Danska lögreglunnar ekki til hjálpar Atriði er varða tungumál, og því um líkt, komu í nokkur skipti fram í vitnaleiðslum í málinu. Poul, fyrsti sakborningurinn sem sagði sína hlið fyrir dómnum, setti út á túlk og vinnubrögð lögreglu í framburði sínum. Haft var eftir Poul, sem neitar sök, í lögregluskýrslu að hann hafi grunað að fíkniefni væru um borð í skútunni. Þar hafi hann minnst á hass, kókaín eða heróín. Poul vill meina að þetta hafi verið illa þýtt. „Þýðandinn var ekki góður og lögreglumaðurinn reyndi að tala dönsku, sem hjálpaði ekki,“ sagði Poul, sem vill einnig meina að lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann hafi minnst á hass, kókaín og heróín af fyrra bragði. Rétt er að geta þess að rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókninni og bar einnig vitni fyrir dómi sagði ekki rétt að lögreglumaðurinn hafi minnst á efnin af fyrra bragði. Erfitt að fá þýðanda Umræddur rannsóknarlögreglumaður var spurður af Axel Kára Vignissyni, verjanda Henry Fleischer, hvers vegna umbjóðandi hans hafi ekki verið yfirheyrður á grænlensku, líkt og hann hafi beðið um. Henry væri ekki góður í dönsku og kynni ekki önnur tungumál. Lögreglumaðurinn sagði ástæðuna einfalda, að erfitt hafi verið að fá túlk sem kynni grænlensku. Hann segir að lögreglan hafi hringt í grænlensku ræðisskrifstofuna og fengið númer hjá einum túlk. Sá hafi hins vegar verið erlendis fyrst um sinn, og síðan þegar hann kom til landsins ekki viljað sinna verkefninu. Jafnframt tók rannsóknarlögreglumaðurinn fram að fleiri leiða hafi verið leitað en ekkert gengið. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Sagði spurningu almenna kveðju í Danmörku Þýðingar og túlkun virtust minna mál hjá Jonazi Rud Vodder, þriðja sakborningnum, en þó kom upp atvik þar sem tungumálið var til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku til mannsins sem hann vill meina að hafi fengið hann til að sinna verkefninu. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. „Þið hljómið eins og vélmenni“ Tungumálavandræði var ekki það eina sem hrjáði héraðsdóm á þriðjudag. Tæknivandræði komu einnig til sögunnar. Tvö vitni sem voru kölluð fyrir dóm voru stödd á Grænlandi. Því þurfti að hringja í viðkomandi aðila. Fyrri einstaklingurinn gaf vitni í gegnum fjarfundarbúnað, en það tók á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur að koma fundinum af stað. Seinni einstaklingurinn gaf vitni með símtali. Þar mætti segja að tækni og tungumálavandinn hafi blandast saman vegna þess að vitnið heyrði lítið sem ekkert í dómsalnum. „Ég skil ekki neitt,“ sagði vitnið. „Þið hljómið eins og vélmenni þegar þið talið.“ Til allrar hamingju var hægt að ná í vitnið með því að hringja í annað símanúmer. Þá gekk talsvert betur að hlýða á framburðinn.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Íslensk tunga Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira