Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:58 Mikil röskun varð á skólastarfi í kórónuveirufaraldrinum og máttu nemendur til dæmis ekki koma með nesti í sumum skólum. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira