Innlent

Jarð­skjálfta­hrina á Reykja­nesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðar­bungu

Jakob Bjarnar og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Fagradalsfjall og Meradalir. Þarna hefur verið mikill skjálftaórói að undanförnu og fór einn skjálftinn upp í 3,9. Eldfjallafræðingar Veðurstofunnar telja þó ekki að um gosóróa sé að ræða. Í Bárðarbungu var í gærkvöldi stór skjálfti upp á 4,9 en ekki eins margir til að finna þann skjálfta.
Fagradalsfjall og Meradalir. Þarna hefur verið mikill skjálftaórói að undanförnu og fór einn skjálftinn upp í 3,9. Eldfjallafræðingar Veðurstofunnar telja þó ekki að um gosóróa sé að ræða. Í Bárðarbungu var í gærkvöldi stór skjálfti upp á 4,9 en ekki eins margir til að finna þann skjálfta. vísir/vilhelm

Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála.

„Já, í nótt hefst mikil skjálftahrina víða á Reykjanesskaga. Þetta eru fyrst og fremst mjög litlir skjálftar sem við höfum verið að mæla bæði norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall, talsverður fjöldi. Og svo hrekkur þessi skjálfti, 3,9 að stærð í gang klukkan 5:35 í morgun sem finnst mjög vel í Grindavík og víðar á Suðurnesjum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.

Er þessi stærri en verið hefur?

„Nei, hann er með sama móti og jarðskjálftahrinur sem hafa verið þarna en það sem er óvenjulegt er þessi stóri skjálfti nærri byggð. Jarðskjálftahrinan stendur enn yfir og við fylgjumst vel með og reynum að rýna í þetta.“

Og svo var stór skjálfti við Bárðabungu í gær?

„Já, það var skjálfti í gærkvöldi í Bárðarbungu klukkan 22:19 sem mældist 4,9 að stærð. Þetta er þriðji skjálftinn á þessu stærðarbili sem mælist þarna á árinu.“

Að sögn Einars stendur þessi skjálfti einn og sér og mælist ansi stór en fáir séu á hálendinu sem finni hann þó hann sé miklu stærri en skjálftarnir sem eru að skjóta Reyknesingum skelk í bringu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×