„Tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2023 20:55 Lögregla segist hafa þurft að stækka lokanir í miðbænum í dag, svo mörg voru mætt. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri samstöðu sem hafi myndast á Arnarhóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira