Innlent

Aldrei séð annan eins fjölda á Arnarhóli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gríðarlegur fjöldi fólks mætti í miðbæinn á baráttufundinn klukkan 14 í dag.
Gríðarlegur fjöldi fólks mætti í miðbæinn á baráttufundinn klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni Kvennaverkfalls. Veðrið lék við gesti fundarins.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðið vaktina á margri samkomunni í miðbæ Reykjavíkur undanfarna áratugi.

„Það hefur aldrei verið svona margt fólk í kringum Arnarhól og í nærliggjandi götum, ekki einu sinni á Menningarnótt,“ segir Ásgeir Þór.

Erfitt sé að leggja mat á réttan fjölda. Það hafi lögregla aðeins reynt að gera í stjórnstöðinni með aðstoð myndavéla. Þar hafi menn velt fyrir sér sex stafa tölu.

„Þetta er nálægt sjötíu til hundrað þúsund manns,“ segir Ásgeir Þór. Óumdeilt sé að fjöldinn sé rosalegur.

„Við bjuggumst við miklu en þetta sprengdi allar væntingar. Enda málstaðurinn góður og veðrið náttúrulega geggjað.“

Víðmynd af gestum baráttufundarins.Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Vaktin: „Fokk feðraveldið!“

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

„Leiðin­legt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“

Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×