Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 13:14 Wlodzimierz Czarzasty, Szymon Holownia, Donald Tusk og Władyslaw Kosiniak-Kamysz, leiðtogar stjórnarandstöðuflokka sem vilja mynda nýja ríkisstjórn. AP Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04