Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 11:28 Barnaherbergi í Nir Oz samfélaginu eftir árás Hamas-liða. Fjórðungur íbúa var myrtur eða þeim rænt. AP/Francisco Seco Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira