Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2023 17:53 Áreksturinn varð á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar norður af Þorlákshöfn. Vísir Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira