Lífið

Eigandi Air Atlanta selur verðlaunahús í Kópavogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið hlaut hönn­un­ar­verðlaun Kópa­vogs­bæj­ar 2006.
Húsið hlaut hönn­un­ar­verðlaun Kópa­vogs­bæj­ar 2006. Gunnlaugur A. Björnsson

Stefán Eyjólfsson, einn af eigendum flugfélagsins Air Atlanta, og eiginkona hans Bergþóra Tómasdóttir, hafa sett glæsilegt hús sitt við Kleifakór 20 í Kópavogi á sölu.

Björgvin Snæbjörnsson arkitekt hannaði húsið að innan og utan. Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2006. 

Húsið var byggt árið 2005.Gunnlaugur A. Björnsson

Eignin er samtals 277,6 fermetrar að stærð, þar af 72,6 fermetra bílskúr. 

Eldhús og stofa er í björtu og samliggjandi rými með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum. 

Í eldhúsi er hvít sérsmíðuð eldhúsinnrétting með stórri eyju, skápum til lofts og stein á borðum. Útgengt er úr eldhúsi á skjólsælan sólpall þar sem tilvalið er að grilla á góðum sumardegi. 

Mikil lofthæð er eldhúsi og borstofu, og er rýmið einkar glæsilegt.Gunnlaugur A. Björnsson
Hvít sérsmíðuð eldhúsinnrétting með stórri eyju, skápum til lofts, gaseldavél, innbyggðum ísskáp, vönduðum bakarofni, glæsilegum háfi úr burstuðu stáli og vínkælir innbyggður í eyjuna.Gunnlaugur A. Björnsson

Úr borðstofu er stigi upp hálfa hæð í stórar og bjartar stofu með gólfsíðum gluggum að hluta og fallegu útsýni. Í miðju rýminu er stór og veglegur arinn klæddur ljósum flísum sem gefur rýminu sjarmerandi og hlýlegt yfirbragð.

Nánari upplýsingar má finna um eignina á fasteignavef Vísis.

Úr borðstofu er stigi upp hálfa hæð til viðbótar upp í stofu hússins.Gunnlaugur A. Björnsson
Mikið og fallegt útsýni er úr stofunni.Gunnlaugur A. Björnsson
Glæsilegur gasarinn er í miðju rýminu.Gunnlaugur A. Björnsson
Baðherbergi er flísalagt með sandsteini og glæsilegri viðarklæðningu á einum vegg.Gunnlaugur A. Björnsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum gluggum, fataherbegi og baðherbergi.Gunnlaugur A. Björnsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×