Fullyrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2023 17:15 Ólafur Ingi Skúlason á HM 2018 Vísir/Getty Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram. Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019. KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur. Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023 Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29 Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019. KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur. Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023
Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29 Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29
Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27