Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 16:36 Bjarni Friðrik hjá Krónunni hafnar því alfarið að Krónan hafi verið að svindla á tollanúmerum eins og Gunnar hjá Bændasamtökunum lét að liggja í samtali við Vísi. vísir/vilhelm/aðsend Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti. Viðtal Vísis við Gunnar Þorgeirsson formann Bændasamtakanna vegna talsvert mikils verðmunar á lambakjöti, annars vegar nýsjálensku og hins vegar íslensku, hefur vakið mikla athygli. Maður nokkur sem var að versla í Krónunni á dögunum rak augu í þetta; 5.999 krónur kílóið á íslensku lambakjöti en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara eða á 3.499 krónur per kíló. Í báðum tilfellum var um mjaðmasteik að ræða. Gunnar taldi einsýnt að þarna væri verið að leika á reglur um tolla á lambakjöti, annað kæmi vart til greina en því hafnar Bjarni Friðrik alfarið. Hann staðfestir að Krónan sjálf flytji inn lambakjötið frá Nýja Sjálandi en það sé hins vegar gert með milligöngu innflutningsaðila í Danmörku. „Síðastliðið vor var mikil umræða um hugsanlegan skort á íslensku lambakjöti. Ekki í fyrsta skipti sem slík umræða fer af stað,“ segir Bjarni Friðrik til útskýringar. Atvinnuvegaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum um tollkvóta og Krónan sótti um sem hún er ekki vön að gera en hún vildi hafa vaðið fyrir neðan sig vegna umræðunnar. Og fá úthlutað 20 tonnum. „Við erum að flytja þetta kjöt inn og kaupum af innflutningsaðila sem er staddur í Danmörku. Þetta er kjöt sem er aðgengilegt alls staðar í heiminum.“ Ekki rétt að Krónan sé að brjóta á reglum Bjarni Friðrik útskýrir að um sé að ræða um fjögur prósent af því lambakjöti sem Krónan selur á ársgrundvelli. Sem getur ekki talist mikið en þetta geti reynst áhugaverður kostur fyrir neytendur sem ættu að geta hagað sínu vali eins og þeim sýnist best. Bjarni Friðrik segir að um góðan kost sé að ræða fyrir neytendur. Hann segir hækkanir á íslensku lambakjöti tilfinnanlegar að undanförnu.aðsend „Umræðan um miklar hækkanir á lambakjöti hefur verið talsverð,“ segir Bjarni Friðrik. Hækkunin á síðasta ári nam 30 prósentum og við það bættist svo 15 prósenta hækkun síðast þegar slátrað var. „Þetta eru viðamiklar og sjaldséðar hækkanir sem neytendur hafa fundið fyrir. Magnið sem við fluttum inn er takmarkað. Og það er ekki rétt að við séum að brjóta á kerfinu með að flokka þetta vitlaust. Það eru opinber gögn til um hverju við fengum úthlutað og hvað við greiðum fyrir.“ Bjarni Friðrik hafnar því með öllu að þau hjá Krónunni hafi verið að fikta með tollnúmer, þau fylgi þeim reglum sem gilda, á þessum vörum sem öðrum. „Við borguðum ekki mikið fyrir þennan kvóta, í þessu tilfelli, og niðurstaðan er sú, sem er jákvætt fyrir neytendur sem vilja nýta sér það, að verðið er umtalsvert ódýrara en það sem um ræðir.“ Miklar hækkanir á lambakjöti Bjarni Friðrik segir Krónuna hafa unnið þétt með íslenskum landbúnaði í gegnum tíðina og það muni Krónan gera áfram. Hann ítrekar einnig að um takmarkað magn sé að ræða og að íslenskir neytendur kjósi frekar íslenskt lambakjöt. „Þar ræður mögulega bragðið, uppruninn, lambakjöt er íslensk afurð. En meðan þetta magn er til þá er þetta kostur sem neytendur geta nýtt sér. En það afmarkast bara við þessa tilteknu lambamjaðmasteik.“ Bjarni Friðrik bendir einnig á að þessi mikla hækkun á lambakjöti muni leiða til þess að neyslan færist yfir í aðrar kjöttegundir. Neytendur finni vel fyrir því hversu mjög lambakjöt hafi hækkað í verði enda sjaldséð önnur eins hækkun. Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði að undanförnu, um 30 prósent og svo aftur 15. Bjarni Friðrik telur það leiða til þess að neyslan færist yfir á aðrar kjöttegundir.vísir/vilhelm „Við höfum gagnrýnt miklar hækkanir á mjólkurafurðir sem verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið en lambakjötið hefur hækkað enn meira og það er alvarleg staða fyrir landbúnaðinn. Ef neysla minnkar þá gerðir það ekki rekstrargrundvöllinn auðveldari. En lambakjöt í Íslandi er í forgrunni hjá Krónunni. Þetta er pínulítið skot sem við kusum að taka og það tekur einhvern tíma að losa þetta.“ Lægra kolefnisspor nýsjálenska lambakjötsins Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda undrast einnig málflutning Gunnars hjá Bændasamtökunum. „Fullyrðingar formanns Bændasamtakanna um að innflutningur á kindakjöti á lágum tollum sé ekki á grundvelli milliríkjasamninga kemur mér spánskt fyrir sjónir. Samkvæmt WTO-samningnum, sem tók gildi 1994, ber Íslandi að veita öðrum aðildarríkjum 345 tonna kvóta fyrir kindakjöt á lægri tollum. Tollurinn er 195 kr./kg fyrir frosið kindakjöt. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda klórar sér í kolli yfir málflutningi Gunnars hjá Bændasamtökunum.Vísir/Vilhelm Ólafur klórar sér einnig í kolli vegna þess sem Gunnar sagði um kolefnisfótspor. „Fullyrðingar um hátt kolefnisspor innflutningsins virðast heldur ekki byggðar á staðreyndum. Formaður BÍ veit mæta vel að íslensk sauðfjárrækt á langt í land að verða kolefnishlutlaus. Hans eigin málgagn, Bændablaðið, hefur hins vegar flutt fréttir af því að nýsjálensk sauðfjárrækt sé kolefnishlutlaus. Kolefnisspor flutnings er smávægilegt miðað við kolefnisspor framleiðslunnar og allar líkur á að kolefnisspor innflutta lambakjötsins sé lægra en þess íslenska.“ Lambakjöt Landbúnaður Neytendur Verslun Skattar og tollar Matvöruverslun Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Viðtal Vísis við Gunnar Þorgeirsson formann Bændasamtakanna vegna talsvert mikils verðmunar á lambakjöti, annars vegar nýsjálensku og hins vegar íslensku, hefur vakið mikla athygli. Maður nokkur sem var að versla í Krónunni á dögunum rak augu í þetta; 5.999 krónur kílóið á íslensku lambakjöti en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara eða á 3.499 krónur per kíló. Í báðum tilfellum var um mjaðmasteik að ræða. Gunnar taldi einsýnt að þarna væri verið að leika á reglur um tolla á lambakjöti, annað kæmi vart til greina en því hafnar Bjarni Friðrik alfarið. Hann staðfestir að Krónan sjálf flytji inn lambakjötið frá Nýja Sjálandi en það sé hins vegar gert með milligöngu innflutningsaðila í Danmörku. „Síðastliðið vor var mikil umræða um hugsanlegan skort á íslensku lambakjöti. Ekki í fyrsta skipti sem slík umræða fer af stað,“ segir Bjarni Friðrik til útskýringar. Atvinnuvegaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum um tollkvóta og Krónan sótti um sem hún er ekki vön að gera en hún vildi hafa vaðið fyrir neðan sig vegna umræðunnar. Og fá úthlutað 20 tonnum. „Við erum að flytja þetta kjöt inn og kaupum af innflutningsaðila sem er staddur í Danmörku. Þetta er kjöt sem er aðgengilegt alls staðar í heiminum.“ Ekki rétt að Krónan sé að brjóta á reglum Bjarni Friðrik útskýrir að um sé að ræða um fjögur prósent af því lambakjöti sem Krónan selur á ársgrundvelli. Sem getur ekki talist mikið en þetta geti reynst áhugaverður kostur fyrir neytendur sem ættu að geta hagað sínu vali eins og þeim sýnist best. Bjarni Friðrik segir að um góðan kost sé að ræða fyrir neytendur. Hann segir hækkanir á íslensku lambakjöti tilfinnanlegar að undanförnu.aðsend „Umræðan um miklar hækkanir á lambakjöti hefur verið talsverð,“ segir Bjarni Friðrik. Hækkunin á síðasta ári nam 30 prósentum og við það bættist svo 15 prósenta hækkun síðast þegar slátrað var. „Þetta eru viðamiklar og sjaldséðar hækkanir sem neytendur hafa fundið fyrir. Magnið sem við fluttum inn er takmarkað. Og það er ekki rétt að við séum að brjóta á kerfinu með að flokka þetta vitlaust. Það eru opinber gögn til um hverju við fengum úthlutað og hvað við greiðum fyrir.“ Bjarni Friðrik hafnar því með öllu að þau hjá Krónunni hafi verið að fikta með tollnúmer, þau fylgi þeim reglum sem gilda, á þessum vörum sem öðrum. „Við borguðum ekki mikið fyrir þennan kvóta, í þessu tilfelli, og niðurstaðan er sú, sem er jákvætt fyrir neytendur sem vilja nýta sér það, að verðið er umtalsvert ódýrara en það sem um ræðir.“ Miklar hækkanir á lambakjöti Bjarni Friðrik segir Krónuna hafa unnið þétt með íslenskum landbúnaði í gegnum tíðina og það muni Krónan gera áfram. Hann ítrekar einnig að um takmarkað magn sé að ræða og að íslenskir neytendur kjósi frekar íslenskt lambakjöt. „Þar ræður mögulega bragðið, uppruninn, lambakjöt er íslensk afurð. En meðan þetta magn er til þá er þetta kostur sem neytendur geta nýtt sér. En það afmarkast bara við þessa tilteknu lambamjaðmasteik.“ Bjarni Friðrik bendir einnig á að þessi mikla hækkun á lambakjöti muni leiða til þess að neyslan færist yfir í aðrar kjöttegundir. Neytendur finni vel fyrir því hversu mjög lambakjöt hafi hækkað í verði enda sjaldséð önnur eins hækkun. Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði að undanförnu, um 30 prósent og svo aftur 15. Bjarni Friðrik telur það leiða til þess að neyslan færist yfir á aðrar kjöttegundir.vísir/vilhelm „Við höfum gagnrýnt miklar hækkanir á mjólkurafurðir sem verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið en lambakjötið hefur hækkað enn meira og það er alvarleg staða fyrir landbúnaðinn. Ef neysla minnkar þá gerðir það ekki rekstrargrundvöllinn auðveldari. En lambakjöt í Íslandi er í forgrunni hjá Krónunni. Þetta er pínulítið skot sem við kusum að taka og það tekur einhvern tíma að losa þetta.“ Lægra kolefnisspor nýsjálenska lambakjötsins Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda undrast einnig málflutning Gunnars hjá Bændasamtökunum. „Fullyrðingar formanns Bændasamtakanna um að innflutningur á kindakjöti á lágum tollum sé ekki á grundvelli milliríkjasamninga kemur mér spánskt fyrir sjónir. Samkvæmt WTO-samningnum, sem tók gildi 1994, ber Íslandi að veita öðrum aðildarríkjum 345 tonna kvóta fyrir kindakjöt á lægri tollum. Tollurinn er 195 kr./kg fyrir frosið kindakjöt. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda klórar sér í kolli yfir málflutningi Gunnars hjá Bændasamtökunum.Vísir/Vilhelm Ólafur klórar sér einnig í kolli vegna þess sem Gunnar sagði um kolefnisfótspor. „Fullyrðingar um hátt kolefnisspor innflutningsins virðast heldur ekki byggðar á staðreyndum. Formaður BÍ veit mæta vel að íslensk sauðfjárrækt á langt í land að verða kolefnishlutlaus. Hans eigin málgagn, Bændablaðið, hefur hins vegar flutt fréttir af því að nýsjálensk sauðfjárrækt sé kolefnishlutlaus. Kolefnisspor flutnings er smávægilegt miðað við kolefnisspor framleiðslunnar og allar líkur á að kolefnisspor innflutta lambakjötsins sé lægra en þess íslenska.“
Lambakjöt Landbúnaður Neytendur Verslun Skattar og tollar Matvöruverslun Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira