Erlent

Kyn­lífs­verka­fólk mót­mælir flutningi Rauða hverfisins í Amsterdam

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fyrirhuguðum aðgerðum hefur verið harðlega mótmælt, bæði af kynlífsverkafólki og íbúum á svæðum sem koma til greina sem ný erótísk miðstöð.
Fyrirhuguðum aðgerðum hefur verið harðlega mótmælt, bæði af kynlífsverkafólki og íbúum á svæðum sem koma til greina sem ný erótísk miðstöð. epa/Robin Van Lonkhuijsen

Kynlífsverkafólk í Amsterdam mótmælir nú harðlega fyrirætluðum flutningi „Rauða hverfisins“ úr borginni og í nýja „miðstöð erótíkur“ í úthverfunum.

„Ef kynlífsverkafólki er ekki um að kenna, af hverju er þá verið að refsa okkur?“ stóð á mótmælastpjöldum grímuklæddra mótmælenda þegar þeir gengu í gegnum hverfið í gær, í átt að ráðhúsinu.

Borgarstjórinn Femke Halsema er meðal þeirra sem vilja hverfið burt, meðal annars til að hreinsa Amsterdam af stimplinum „syndaborg“ og draga úr ferðamannstraumnum og glæpum á svæðinu.

Íbúar á þeim svæðum þar sem hin nýja erótíska miðstöð á mögulega að verða til eru hins vegar ekki par sáttir né heldur kynlífsverkafólkið sem þykir að verið sé að refsa því fyrir stóreyga túristamergðina og smáglæpina sem fylgja.

Rauða hverfið hefur löngum verið þekkt fyrir stóra upplýsta glugga, þar sem kynlífsverkafólk auglýsir og bíður eftir næsta kúnna. Borgarráð hefur lagt til þrjá staði þar sem til stendur að tryggja um það bil 100 herbergi fyrir kynlífsverkafólk en það er lítt hrifið.

Lyfjastofnun Evrópu hefur einnig dregist inn í umræðuna en það vakti mikla reiði meðal starfsmanna hennar þegar í ljós kom að einn af mögulegum stöðum væri í næsta nágrenni við höfuðstöðvar stofnunarinnar.

Um það bil 20 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista gegn flutningi hverfisins og kalla þess í stað eftir einhvers konar stýringu á fjölda ferðamanna og aukinni löggæslu, sérstaklega á næturnar.

Guardian fjallar ítarlega um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×