Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035 Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2023 22:12 Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir mótið sem var haldið í sumar Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana. Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana.
Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira