Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varanlegan skaða Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:10 Atvikið átti sér staði á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira