Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 18:42 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir um alvarlega árás hafa verið að ræða. Vísir/Arnar Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29