Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Frá vettvangi, Drangarhrauni 12. Vísir/Vilhelm Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34