Settu sinn eigin leikmann í bann fyrir að tjá sig um stríð Ísraels og Hamas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 13:00 Anwar El Ghazi fær ekki að spila leik FSV Mainz 05 um helgina. Getty/Christian Kaspar-Bartke Þýska félagið Mainz hefur sett framherja sinn Anwar El Ghazi í agabann eftir að hann tjáði sig frjálslega á samfélagsmiðlum um stríðsátökin undir botni Miðjarðarhafs. El Ghazi er fyrrum leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Mainz í september. El Ghazi hefur eytt færslunni sinni en forráðamenn Mainz sýna enga miskunn. Bardagamenn Hamas samtakanna er sagðir hafa drepið meira en fjórtán hundruð Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn eftir árás sem kom Ísrael mikið á óvart. Ísrael lýsti yfir stríði og síðan hafa yfir þrjú þúsund Palestínumenn farist í hefndarárásum Ísraelsmanna. Ástandið er mjög slæmt og engin lausn í sjónmáli. Mainz have announced decision to suspend Anwar El Ghazi after he posted a pro-Palestinian Instagram story and took position in political discussion, club reports.El Ghazi joined the club just couple of weeks ago as free agent. pic.twitter.com/67xoy8Hp97— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023 „Mainz 05 ber virðingu fyrir því að það eru mörg sjónarmið uppi varðandi hið flókna ástand í átökunum í Mið-Austurlöndum, átökum sem hafa staðið yfir í áratugi,“ skrifaði þýska félagið á samfélagsmiðla sína. „Samt sem áður þá vill félagið taka það fram að það hafði ekkert með þessa færslu að gera og innihald hennar er ekki það sem félagið stendur fyrir,“ skrifaði Mainz. Félagið gaf það samt ekki upp hvað El Ghazi hafði skrifað í þessari færslu sinni. El Ghazi hefur síðan skrifað aðra færslu þar sem hann segist hafa fengið neikvæð skilaboð eftir umrædda færslu sína á samfélagsmiðlum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég vil frið ofar öllu,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Anwar El Ghazi. El Ghazi kallaði líka eftir meiri samúð og að fólk kynnti sér betur söguna á bak við þessi átök undir botni Miðjarðarhafs. Þýski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
El Ghazi er fyrrum leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Mainz í september. El Ghazi hefur eytt færslunni sinni en forráðamenn Mainz sýna enga miskunn. Bardagamenn Hamas samtakanna er sagðir hafa drepið meira en fjórtán hundruð Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn eftir árás sem kom Ísrael mikið á óvart. Ísrael lýsti yfir stríði og síðan hafa yfir þrjú þúsund Palestínumenn farist í hefndarárásum Ísraelsmanna. Ástandið er mjög slæmt og engin lausn í sjónmáli. Mainz have announced decision to suspend Anwar El Ghazi after he posted a pro-Palestinian Instagram story and took position in political discussion, club reports.El Ghazi joined the club just couple of weeks ago as free agent. pic.twitter.com/67xoy8Hp97— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023 „Mainz 05 ber virðingu fyrir því að það eru mörg sjónarmið uppi varðandi hið flókna ástand í átökunum í Mið-Austurlöndum, átökum sem hafa staðið yfir í áratugi,“ skrifaði þýska félagið á samfélagsmiðla sína. „Samt sem áður þá vill félagið taka það fram að það hafði ekkert með þessa færslu að gera og innihald hennar er ekki það sem félagið stendur fyrir,“ skrifaði Mainz. Félagið gaf það samt ekki upp hvað El Ghazi hafði skrifað í þessari færslu sinni. El Ghazi hefur síðan skrifað aðra færslu þar sem hann segist hafa fengið neikvæð skilaboð eftir umrædda færslu sína á samfélagsmiðlum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég vil frið ofar öllu,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Anwar El Ghazi. El Ghazi kallaði líka eftir meiri samúð og að fólk kynnti sér betur söguna á bak við þessi átök undir botni Miðjarðarhafs.
Þýski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira