Danir þurftu tvö mörk gegn slakasta liði heims | Úkraína nálgast EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2023 20:57 Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn slakasta landsliði heims í kvöld. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld. Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn San Marínó í H-riðli og í C-riðli nálgast Úkraína sæti á EM eftir sigur gegn Möltu. Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Sjá meira
Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Sjá meira