Danir þurftu tvö mörk gegn slakasta liði heims | Úkraína nálgast EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2023 20:57 Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn slakasta landsliði heims í kvöld. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld. Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn San Marínó í H-riðli og í C-riðli nálgast Úkraína sæti á EM eftir sigur gegn Möltu. Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira