Fótbolti

Twitter eftir ­­­leik: „Okkar allra besti lands­liðs­maður“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson bætti markametið í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson bætti markametið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter.

Í aðdraganda leiksins var það byrjunarlið Íslands sem margier veltu fyrir sér. Flestir höfðu áhuga á því hver myndi standa í markinu og hvort Gylfi Þór Sigurðsson fengi sinn fyrsta byrjunarliðsleik í tæp þrjú ár.

Verkefni áhorfenda á vellinum voru misjöfn.

Íslenska liðið fékk svo vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleikinn sem Gylfi Þór Sigurðsson fiskaði. Hann fór sjálfur á punktinn, skoraði af gríðarlegu öryggi og jafnaði um leið markamet íslenska landsliðsins.

Alfreð Finnbogason tvöfaldaði svo forystu Íslendinga áður en gestirnir fengu vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleikshléið. Elías Rafn Ólafsson varði spyrnuna, en gestirnir fylgdu eftir og komu boltanum í netið. 

Eftir skoðun myndbandsdómara þurftu gestirnir þó að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn þeirra voru komnir inn í teig þegar spyrnan var tekin og seinni spyrnan fór framhjá. Íslenska liðið leiðir því 2-0 í hálfleik.

Gylfi Þór hóf svo síðari hálfleikinn á að bæta við öðru marki sínu og þriðja marki Íslands. Þar með er hann orðinn einn á toppnum yfir markahæstu menn íslenska karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk.

Hákon Arnar Haraldsson bætti fjórða marki Íslands við stuttu síðar með fallegri afgreiðslu yfir markvörð Liechtenstein eftir sendingu inn fyrir frá Jóni Degi Þorsteinssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×