Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 21:18 Donald Tusk, leiðtogi Borgaraflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Póllandi eftir að útgönguspár sýndu að stjórnarflokkkurinn Lög og réttlæti nær ekki meirihluta. Líklegt þykir að hann muni leiða samsteypustjórn þriggja flokka. AP/Petr David Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira