Innlent

Ljós­leiðari slitnaði á Vestur­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óljóst er hvað viðgerð mun taka langan tíma.
Óljóst er hvað viðgerð mun taka langan tíma. Vísir/Vilhelm

Ljós­leiðari Mílu á milli Akra­ness og Borgar­ness slitnaði. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mílu.

Þar segir að unnið sé að bilana­greiningu og að undir­búningur að við­gerð sé hafin. Sigur­rós Jóns­dóttir, sam­skipta­full­trúi Mílu, segir í sam­tali við Vísi að verið sé að stað­setja slitið og meta að­stæður á staðnum.

Sigur­rós segir ekki ljóst hvað við­gerð muni taka langan tíma. Það fari eftir að­stæðum. Við­gerðin ætti þó ekki að taka langan tíma séu að­stæður þannig, um sé að ræða for­gangs­at­riði hjá Mílu.

Hún segir ekki vitað hvað olli biluninni á þessari stundu. Á­hrif á þjónustu Mílu ættu að vera minni­háttar að sögn Sigur­rósar en ó­ljóst sé hvaða á­hrif það hafi á starf­semi fjar­skipta­fyrir­tækja.

Uppfært 16:43

Viðgerð er nú lokið á strengsliti sem varð á ljósleiðara landshring Mílu milli Akraness og Borgarness.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×