Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2023 17:11 Frá því þegar Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði með veika áhofn. Hafþór Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent