Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við fyrrverandi fjármálaráðherra sem segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði átt að fara fram á það að Bjarni Benediktsson segði af sér embætti fjármálaráðherra um leið og í ljós kom að faðir hans var á meðal kaupenda á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Þá fjöllum við áfram um ástandið í Ísrael og á Gasa-ströndinni en þar virðist stefna í allsherjarinnrás ísraelska hersins inn á Gasa. 

Einnig heyrum við í umhverfisráðherra sem segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum fyrir árið 2030 geti þeir neyðst til að kaupa loftlagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári.

Að auki fjöllum við óveðrið sem gengið hefur yfir landið en björgunarsveitirnar höfðu í nægu að snúast vegna þess um allt land. 

Og í íþróttapakka dagsins verður hitað upp fyrir landsleik Íslands og Lúxemborgar sem fer fram á föstudaginn kemur þar sem Íslendingar eiga harma að hefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×