Fótbolti

Heimir opnar á leið Greenwood til Jamaíka

Aron Guðmundsson skrifar
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíka, hann segir Greenwood geta hjálpað liðinu
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíka, hann segir Greenwood geta hjálpað liðinu Vísir/Samsett mynd

Heimir Hall­gríms­son, lands­liðs­þjálfari Jamaíka er opinn fyrir því að fá enska sóknar­manninn Mason Greenwood til liðs við sitt lið.

Greenwood, sem á að­eins að baki einn A-lands­leik fyrir Eng­land, er að koma at­vinnu­manna­ferlinum aftur af stað í spænsku úr­vals­deildinni með Geta­fe á láni frá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United.

Greenwood var hand­tekinn þann 30. janúar 2022 og á­kærður fyrir líkams­á­rás og til­raun til nauðgunar. Mál hans var ný­lega fellt niður vegna ó­nægra sönnunar­gagna og leik­maðurinn fór á láni frá Manchester United til Geta­fe í von um að endur­vekja knatt­spyrnu­ferilinn.

Ó­vissa er uppi um það hvort Greenwood muni yfir höfuð leika á nýjan leik fyrir enska lands­liðið en tenging upp­runa hans við Jamaíka gerir honum kleift, ef vilji hans stendur til þess, að spila fyrir jamaíska lands­liðið.

Ís­lendingurinn Heimir Hall­gríms­son er lands­liðs­þjálfari Jamaíka og hann myndi bjóða Greenwood vel­kominn í sitt lið.

„Við viljum hafa þá bestu í okkar liði. Ef hann kemst í sitt gamla form, á sitt gamla stig, þá myndi hann að sjálf­sögðu geta hjálpað Jamaíka,“ lét Heimir hafa eftir sér.

Það er ekki nýtt af nálinni að enskir leik­menn, með upp­runa sem rekja má til Jamaíka, geri sig gjald­genga með lands­liði Jamaíka. Leik­menn á borð við Et­han Pin­nock, Demarai Gray og Michail Antonio eru dæmi um leik­menn sem hafa gert það ný­lega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×