Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 07:58 Guðlaugur Victor Pálsson er ánægður með að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur í landsliðinu. Vísir/Samsett mynd Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. „Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
„Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira