Innlent

Þak­plötur, hjól­hýsi og bíl­skúrs­hurð fuku í Vest­manna­eyjum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björgunarfélag Vestmannaeyja fór í fjölmörg verkefni.
Björgunarfélag Vestmannaeyja fór í fjölmörg verkefni. Mynd/Björgunarfélag Vestmannaeyja

Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 

„Þetta virðist ekki ætla að verða eins slæmt og það áti að vera. Það er þó hvasst og í Vestmannaeyjum voru þónokkur verkefni sem björgunarsveitir þurftu að sinna. Þakplötur sem voru að fjúka, hjólhýsi sem fór á hlið og bílskúrshurð sem fauk af,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Tunnurnar fjúka í miklum vindi. Mynd/Björgunarfélag Vestmannaeyja

Hann segir veðrið ekki hafa haft eins mikil áhrif og talið var í upphafi að það myndi hafa, en að það sé jákvætt. Hann telur að vegalokanir hafi mikið um það að segja en þá eru færri á ferð. Vegalokanir tóku gildi í morgun og eru enn í gildi víða á Suðaustur- og Norðausturlandinu. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi og víða nokkuð hvasst. Síðustu viðvaranir renna út um miðjan dag á morgun.

Sólin skín á sama tíma og vindurinn blæs. Mynd/Björgunarfélag Vestmannaeyja

Tengdar fréttir

Ó­veðrið byrjað og bílar fastir

Björgunar­sveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appel­sínu­gular veður­við­varanir eru í gildi á Norður­landi og gular við­varanir annars staðar á landinu, utan höfuð­borgar­svæðisins.

Stormur og tals­verð rigning í kortunum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×