Innlent

„Fróð­legt að sjá hver við­brögð mat­væla­ráð­herra verða“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ýmsir tjá skoðun sína á ákvörðun Bjarna, meðal annars Vilhjálmur Birgisson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Alexandra Briem.
Ýmsir tjá skoðun sína á ákvörðun Bjarna, meðal annars Vilhjálmur Birgisson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Alexandra Briem. Vísir

Á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vekur gríðar­lega at­hygli. Á­lits­gjafar á sam­fé­lags­miðlum eru ýmist hvumsa yfir á­kvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra.

Bjarni til­kynnti á­kvörðun sína á ó­væntum blaða­manna­fundi í húsa­kynnum fjár­mála­ráðu­neytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla at­hygli líkt og við­brögð á sam­fé­lags­miðlum bera með sér.

Þegar hafa stjórn­mála­menn líkt og Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar og Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt á­kvörðunina rétta.

Eins og í út­löndum

Illugi Jökuls­son hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á sam­fé­lags­miðlinum Face­book. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í út­löndum.

„Ræða Bjarna á blaða­manna­fundinum um að hann hljóti að axla á­byrgð gagn­vart á­liti um­boðs­manns þótt hann sé í sjálfu sér ó­sam­mála því heyrir til veru­legra tíðinda úr munni ís­lensks stjórn­mála­manns. Allt í einu var eins og við værum í út­löndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“

Helga Vala Helga­dóttir, lög­maður og fyrr­verandi þing­maður Sam­fylkingarinnar, segir á­kvörðunina sannar­lega ó­vænta en skiljan­lega. „Traust fjár­mála­kerfis er miklu mikil­vægara en hver situr í stól fjár­mála­ráð­herra.“

Ó­dýrara ef Bjarni verður á­fram ráð­herra

Lenya Rún Taha Ka­rim, vara­þing­maður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist ein­fald­lega á dauða sínum hafa átt von. Sam­flokks­kona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raun­veru­lega stíga til hliðar.

„Þetta er að minnsta kosti lág­marks við­bragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tíma­punkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið á­fram með þennan úr­skurð á bakinu.“

Hún segir að hvort sem Bjarni hafi á­kveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða sam­starfs­aðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref.

„Ég vil nú samt fylgjast að­eins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr á­fram sem þing­maður, verður á­fram for­maður flokksins og skiptir á ráðu­neyti við Þór­dísi (eða annan sam­herja) þá verður þetta auð­vitað tölu­vert ó­dýrara.“

Bjarni að setja pressu á Svan­dísi?

Guð­mundur Hörður Guð­munds­son, kynningar­-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með á­kvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn.

„Setur for­dæmi sem Svan­dís verður að fylgja ef álit Um­boðs­manns um hval­veiði­bannið verður nei­kvætt. Endur­skoðun hennar á kvóta­kerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utan­ríkis­ráðu­neytið.“

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, tekur í svipaðan streng og segir á­kvörðunina risa­stór já­kvæð tíðindi fyrir ís­lenskt sam­fé­lag sama hvar fólk sé statt í pólitík.

„Á­stæðan fyrir því að þetta eru já­kvæð tíðindi er að með þessari á­kvörðun sendir fjár­mála­ráð­herra skýr for­dæmi um að ráð­herrum ber að virða niður­stöðu Um­boðs­manns Al­þingis og annarra ríkis­stofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórn­sýslu.

Hann segir fróð­legt að sjá hver við­brögð Svan­dísar Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, verði þegar álit Um­boðs­manns muni liggja fyrir varðandi tíma­bundið bann við hval­veiðum. Hann segir marga lög­spekinga telja að ráð­herra hafi brotið stjórn­sýslu­lög illi­lega með þeirri á­kvörðun sólar­hring áður en veiðar áttu að hefjast.

„Það hefur til þessa verið lenska hjá ís­lenskum stjórn­mála­mönnum oft á tíðum að hunsa álit Um­boðs­manns og jafn­vel niður­stöðu dóm­stóla. Með þessari á­kvörðun hjá fjár­mála­ráð­herra hafa verið mörkuð ný við­mið þar sem ráð­herrum ber að axla á­byrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við köku­skreytingar í frægu mynd­bandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjár­mála­ráð­herra og segir ein­fald­lega „Adi­eu!“ Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir, odd­viti Sósíal­ista í borgar­stjórn, segir það sama, ein­fald­lega „bless“ á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

„Hvað er ís­lenskara en þetta?“

„Hvað er ís­lenskara en þetta? Banka­sýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráð­herra hefði ekki pólitísk af­skipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úr­skurður um að fjár­mála­ráð­herra sé ó­hæfur af því að hann hafði ekki pólitísk af­skipti,“ segir Jón Haukur Bald­vins­son, rekstrar­stjóri SSP, um á­kvörðun Bjarna á sam­fé­lags­miðlinum X.

Hag­fræðingurinn Þórður Páls­son tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálf­stæðar stofnanir til að taka fag­legar á­kvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar á­kvarðanir.

„Því næst eru stjórn­mála­mennirnir snupraðir fyrir á­kvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma ná­lægt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×