Bein útsending: Rýnt í afsögn Bjarna og framhaldið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2023 13:51 Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Þorsteinn Pálsson munu rýna í ákvörðun Bjarna í Pallborðinu klukkan 15. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag. Til umræðu verða stórtíðindi dagsins; afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Boðað var til blaðamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun, þegar niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka lá fyrir. Umboðsmaður segir í áliti sínu að Bjarna hafi brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna en faðir Bjarna var meðal þátttakenda í útboðinu. Á blaðamannafundinum sagðist Bjarni virða álit umboðsmanns, jafnvel þótt hann væri ekki endilega sammála forsendum og niðurstöðum. Hann sæi sér því ekki annað fært en að segja af sér, meðal annars til að skapa frið um þau mikilvægu störf sem unnin væru í ráðuneytinu. Bjarni sagði að það þyrfti að koma í ljós hvort stjórnarsamstarfið lifði breytingarnar framundan en hverjar þær verða er ósvarað. Tekur Bjarni við öðru ráðuneyti? Verður hann áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? Þetta og fleira í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 15, að loknu Pallborði um átökin í Ísrael og Palestínu. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni sá sjöundi til að segja af sér Bjarni Benediktsson er sjöundi ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en þrír árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. 10. október 2023 13:13 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. 10. október 2023 12:02 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Til umræðu verða stórtíðindi dagsins; afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Boðað var til blaðamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun, þegar niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka lá fyrir. Umboðsmaður segir í áliti sínu að Bjarna hafi brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna en faðir Bjarna var meðal þátttakenda í útboðinu. Á blaðamannafundinum sagðist Bjarni virða álit umboðsmanns, jafnvel þótt hann væri ekki endilega sammála forsendum og niðurstöðum. Hann sæi sér því ekki annað fært en að segja af sér, meðal annars til að skapa frið um þau mikilvægu störf sem unnin væru í ráðuneytinu. Bjarni sagði að það þyrfti að koma í ljós hvort stjórnarsamstarfið lifði breytingarnar framundan en hverjar þær verða er ósvarað. Tekur Bjarni við öðru ráðuneyti? Verður hann áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? Þetta og fleira í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 15, að loknu Pallborði um átökin í Ísrael og Palestínu.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni sá sjöundi til að segja af sér Bjarni Benediktsson er sjöundi ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en þrír árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. 10. október 2023 13:13 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. 10. október 2023 12:02 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Bjarni sá sjöundi til að segja af sér Bjarni Benediktsson er sjöundi ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en þrír árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. 10. október 2023 13:13
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47
Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. 10. október 2023 12:02