Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem hann tilkynnti um í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem birt var í morgun. 

Í álitinu komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi þess að faðir hans keypti hlut í bankanum.

Við heyrum frá blaðamannafundi Bjarna frá því í morgun og fáum viðbrögð frá forkólfum stjórnarandstöðuflokkanna á þingi. 

Einnig fjöllum við áfram um stöðuna í Ísrael og hin blóðugu átök sem þar geisa og ræðum við Íslendinga sem komu snemma í morgun til landsins eftir að hafa verið staddir í Jerúsalem þegar átökin hófust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×