Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 13:17 Gular viðvaranir og appelsínugular verða í gildi á landinu öllu á morgun. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. Eins og fram hefur komið eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi í dag til klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið farið í tvö útköll vegna dæluverkefna síðastliðinn sólarhring en að öðru leyti verið rólegt. Óveður sum staðar fram á miðvikudag Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé gul veðurviðvörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Þar er spá norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá klukkan 06:00 í fyrramálið tekur appelsínugul veðurviðvörun gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkutíma síðar tekur slík viðvörun gildi á Norðurlandi eystra. Að sögn Veðurstofunnar er von á norðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri snjókomu á heiðum. Rigning eða slydda en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð mun því versna ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar. Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is Veðurviðvaranirnar eru í gildi til klukkan 03:00 aðfaranótt miðvikudags á Ströndum og Norðurlandi vestra en til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgni á Norðurlandi eystra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðjudagsmorgun á Miðhálendinu til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgun. Sami litur er svo í gildi á Austurlandi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðjudag til kl. 16:00. Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjókoma á heiðum. Á Austfjörðum tekur gul veðurviðvörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðjudag og á Suðausturlandi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðjudagskvöld. Veðurviðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum landshlutum á þriðjudagskvöld og eru í gildi til hádegis á miðvikudag. Á Suðurlandi er spáð norðvestanstormi og gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðjudagsmorgni og fram til klukkan 03:00 á aðfaranótt miðvikudags. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum, sem varasaman verða ökutækjum sem viðkvæmar eru fyrir vindi. Veður Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Eins og fram hefur komið eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi í dag til klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið farið í tvö útköll vegna dæluverkefna síðastliðinn sólarhring en að öðru leyti verið rólegt. Óveður sum staðar fram á miðvikudag Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé gul veðurviðvörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Þar er spá norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá klukkan 06:00 í fyrramálið tekur appelsínugul veðurviðvörun gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkutíma síðar tekur slík viðvörun gildi á Norðurlandi eystra. Að sögn Veðurstofunnar er von á norðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri snjókomu á heiðum. Rigning eða slydda en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð mun því versna ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar. Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is Veðurviðvaranirnar eru í gildi til klukkan 03:00 aðfaranótt miðvikudags á Ströndum og Norðurlandi vestra en til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgni á Norðurlandi eystra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðjudagsmorgun á Miðhálendinu til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgun. Sami litur er svo í gildi á Austurlandi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðjudag til kl. 16:00. Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjókoma á heiðum. Á Austfjörðum tekur gul veðurviðvörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðjudag og á Suðausturlandi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðjudagskvöld. Veðurviðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum landshlutum á þriðjudagskvöld og eru í gildi til hádegis á miðvikudag. Á Suðurlandi er spáð norðvestanstormi og gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðjudagsmorgni og fram til klukkan 03:00 á aðfaranótt miðvikudags. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum, sem varasaman verða ökutækjum sem viðkvæmar eru fyrir vindi.
Veður Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira