Fótbolti

„Sýndum það í seinni hlutanum að við erum eitt besta lið á landinu“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eggert Aron skoraði tvö mörk lokaleik tímabilsins í dag.
Eggert Aron skoraði tvö mörk lokaleik tímabilsins í dag. Vísir/Diego

Eggert Aron Guðmundsson var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti Stúkunnar eftir að lokaumferðinni lauk í dag.

Eggert lokaði tímabilinu með tveimur mörkum gegn Breiðablik í síðasta leik tímabilsins fyrr í dag og mætti svo galvaskur í stúdíó að leik loknum til að taka við verðlaununum.

Eggert fór um víðan völl í Stúkunni og sagði meðal annars að Stjarnan hefði sýnt það að liðið væri eitt besta lið landsins.

„Mig langaði bara að við myndum komast eins langt og við gætum því ég hef fulla trú á þessu liði. Við sýndum það bara í seinni hlutanum að við erum eitt besta lið á landinu,“ sagði Eggert, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Eggert valinn besti ungi leikmaður tímabilsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×