Fótbolti

Ísak skoraði, Malmö tapaði og Elfsborg komst í efsta sætið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ísak Andri skoraði sitt annað mark fyrir Norrköping í dag.
Ísak Andri skoraði sitt annað mark fyrir Norrköping í dag. Twittersíða IFK Norrköping

Þrír leikir fóru fram í Allsvenskan, efstu deild Svíþjóðar í knattspyrnu, og Íslendingar komu við sögu í þeim öllum. Ísak Andri Sigurgeirsson var sá eini sem komst á blað en hann skoraði mark Norrköping í 1-2 tapi gegn Varnamo. 

Davíð Kristján Ólafsson átti góðan leik í vinsti bakverðinum þegar Kalmar lagði Malmö að velli, 1-0. Kalmar fer með þessum upp fyrir Norrköping og jafnar Hammarby að stigum í 5. sætinu. 

Íslendingaliðið Elfsborg vann svo 3-0 útisigur gegn Brommapojkarna. Andri Fannar stýrði spilinu á miðsvæðinu og Sveinn Aron Guðjohnsen var þeirra fremsti maður. Þeim var svo báðum skipt útaf snemma í seinni hálfleik en Hákon Rafn kláraði allan leikinn og hélt marki sínu hreinu.  

Elfsborg koma sér með þessum sigri upp fyrir Malmö í efsta sæti deildarinnar, tvö stig skilja liðin að eftir 26 umferðir. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×